Við notum vafrakökur til að auka upplifun þína.

Vertu með og safnaðu! Taktu þátt í baráttunni gegn krabbameinum!

Starf Krabbameinsfélagsins byggist alfarið á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Þitt framlag skiptir máli.

Skeggkeppni Mottumars 2024

Yfirlit yfir lið og styrktarsíður

Skref #1: Stofnaðu þína eigin söfnun

Safnaðu áheitum og fáðu fólk með þér í lið. Safnaðu í minningu ástvinar eða til að heiðra einhvern sem er að takast á við krabbamein eða bara til að leggja góðum málstað lið. Þú velur heiti á söfnunina og mynd og þá ertu tilbúin/n að byrja að safna. Þú getur bæði stofnað þína söfnun sem einstaklingur eða sem lið. Áfram þú!

Skref #2: Segðu stuttlega frá því af hverju þín söfnun skiptir svona miklu máli

Láttu vini þína og þá sem styrktu söfnunina vita að allt starf Krabbameinsfélagsins er byggt á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Þess vegna skiptir framtak eins og þitt okkur öllu máli.

Skref #3: Deildu þinni söfnun með öllum sem þú þekkir

Láttu orðið berast! Því fleiri sem vita af söfnuninni því fyrr nærðu markmiði þínu. Segðu vinum, samstarfsfélögum og fjölskyldu frá söfnuninni og biddu þau að styðja hana. Ekki gleyma að þakka þeim fyrir, í nafni þeirra sem þú ert að leggja lið.

Vertu velunnari

Þegar þú gerist mánaðarlegur styrktaraðili eignast þú hlutdeild í þeirri sterku von og einlæga ásetningi að við getum unnið bug á þessum sjúkdómi. Sem Velunnari styður þú starfsemi Krabbameinsfélagsins, krabbameinsrannsóknir, fjölbreyttan stuðning og ráðgjöf við sjúklinga og aðstandendur og forvarnir til að minnka líkur á krabbameinum. Á undanförnum 50 árum hafa lífslíkur þeirra sem greinast með krabbamein á Íslandi tvöfaldast. Við ætlum að gera enn betur fyrir komandi kynslóðir. Velunnarar bera uppi starfsemina árið um kring. Taktu þátt í baráttunni með okkur!

Söfnunarfé rennur til:

Rannsóknir

Rannsóknir eru forsendur framfara. Starfsfólk Krabbameinsfélagsins stundar krabbameinsrannsóknir ýmist eitt eða í samstarfi við aðra, hérlendis og erlendis. Flestar rannsóknanna byggja á íslensku krabbameinsskránni. Félagið á einnig sterkan Vísindasjóð sem úthlutar styrkjum til vísindarannsókna.
RANNSÓKNIR FÉLAGSINS

Ráðgjöf og stuðningur

Enginn á að þurfa að standa einn með krabbamein. Hjá Krabbameinsfélaginu býðst fólki ókeypis ráðgjöf og stuðningur hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga, bæði þeim sem eru með krabbamein og aðstandendum. Þjónustan er alltaf í boði í Skógarhlíð 8 í Reykjavík og á Glerárgötu 34 á Akureyri og með reglubundnum hætti í Reykjanesbæ, á Selfossi og á Austfjörðum. Einnig er hægt að komast í samband við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu.
RÁÐGJÖF

Forvarnir og fræðsla

Krabbameinsfélagið stendur fyrir fjölbreyttri fræðslu og útgáfu, bæði tengt krabbameinum og forvörnum gegn þeim.
FRÆÐSLA