Við notum vafrakökur til að auka upplifun þína.

6 góð ráð

Við viljum gera það sem við getum til að þú náir sem bestum árangri. Þess vegna tókum við saman sex góð og gagnleg ráð. Mundu líka að við erum til í að aðstoða þig. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar.

1. Í byrjun

Mörgum finnst erfitt að vera fyrst(ur) og þess vegna er alltaf góð hugmynd að koma söfnuninni vel af stað sjálf(ur) með fyrsta styrknum (hann má alveg vera myndarlegur). Það ýtir á aðra að taka þátt.

2. Segðu af hverju þetta skiptir máli

Þú veist að söfnunin skiptir sköpum fyrir baráttuna gegn krabbameinum. Láttu vini þína og þá sem styrktu söfnunina vita af hverju þú vilt leggja þitt af mörkum. Það skiptir þau mestu máli. Allt starf Krabbameinsfélagsins er byggt á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Þess vegna skiptir framtak eins og þitt okkur öllu máli.

3. Þín nánustu

Það er alltaf best að byrja á því að hafa samband við þau sem standa þér næst því þau eru líklegust til að styðja söfnunina. Prófaðu að senda þeim persónuleg skilaboð (SMS eða tölvupóst) til að ýta söfnuninni vel af stað og skapa snjóboltaáhrif.

4. Færðu þig yfir á samfélagsmiðla

Þegar þú hefur fengið fyrstu styrkina er rétt að snúa sér að samfélagsmiðlum. Þar hefur reynst vel að merkja þá sem þegar hafa styrkt um leið og þú þakkar þeim fyrir. Um leið minnirðu á söfnunina og óskar eftir stuðningi. Með þessu fá upplýsingar um söfnunina góða dreifingu auk þess sem það sést að fólk fylkir sér um söfnunina.

5. Nýttu tölvupóstinn

Ekki hika við að senda fleiri tölvupósta. Tölvupóstur fer auðveldlega framhjá fólki og margir opna hann og gleyma svo að skoða aftur. Notaðu tölvupósta til að halda fólki upplýstu um hvernig þér gengur, til dæmis þegar þú nærð ákveðnum áföngum í söfnuninni, hefur safnað 50% eða 75% af því sem þú ætlaðir þér og ekki vera feimin(n) að biðja þá sem hafa styrkt þig að hjálpa þér að ná enn lengra.

6. Haltu áfram að þakka fyrir stuðninginn

Haltu áfram að þakka öllum þeim sem bætast í hópinn og styrkja söfnunina. Þakkaðu þeim á samfélagsmiðlum og láttu vita hvernig söfnunin gengur. Þú getur sagt í hvað peningarnir verða nýttir og hverju er hægt að koma til leiðar fyrir söfnunina. Hjartans þakkir fyrir þitt frumkvæði og framtak!


Ertu tilbúin(n)? Byrjaðu strax að safna.

Það tekur þig bara tvær mínútur að setja upp styrktarsíðuna. Þú velur nafn á söfnunina þína og mynd og þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að þú getir byrjað að safna til að styrkja baráttuna gegn krabbameinum.