Vertu með og safnaðu! Taktu þátt í baráttunni gegn krabbameinum.
Skeggkeppni Mottumars 2023
Yfirlit yfir stöðu liða og einstaklinga í keppninni
Lið
Styrktarsíður
Svona stofnar þú þína styrktarsíðu
Skref #1
Stofnaðu þína eigin söfnun.
Safnaðu áheitum og fáðu fólk með þér í lið. Safnaðu í minningu ástvinar eða til að heiðra einhvern sem er að takast á við krabbamein eða bara til að leggja góðum málstað lið. Þú velur heiti á söfnunina og mynd og þá ertu tilbúin/n að byrja að safna. Þú getur bæði stofnað þína söfnun sem einstaklingur eða sem lið. Áfram þú!
Skref #2
Segðu stuttlega frá því af hverju þín söfnun skiptir svo miklu máli
Láttu vini þína og þá sem styrktu söfnunina vita að allt starf Krabbameinsfélagsins er byggt á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Þess vegna skiptir framtak eins og þitt okkur öllu máli.
Söfnunarfé rennur til:
Rannsóknir
Rannsóknir eru forsendur framfara. Starfsfólk Krabbameinsfélagsins stundar krabbameinsrannsóknir ýmist eitt eða í samstarfi við aðra, hérlendis og erlendis. Flestar rannsóknanna byggja á íslensku krabbameinsskránni. Félagið á einnig sterkan Vísindasjóð sem úthlutar styrkjum til vísindarannsókna.
RANNSÓKNIR FÉLAGSINS
Ráðgjöf og stuðningur
Enginn á að þurfa að standa einn með krabbamein. Hjá Krabbameinsfélaginu býðst fólki ókeypis ráðgjöf og stuðningur hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga, bæði þeim sem eru með krabbamein og aðstandendum. Þjónustan er alltaf í boði í Skógarhlíð 8 í Reykjavík og á Glerárgötu 34 á Akureyri og með reglubundnum hætti í Reykjanesbæ, á Selfossi og á Austfjörðum. Einnig er hægt að komast í samband við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu
RÁÐGJÖF
Forvarnir og fræðsla
Krabbameinsfélagið stendur fyrir fjölbreyttri fræðslu og útgáfu, bæði tengt krabbameinum og forvörnum gegn þeim.
FRÆÐSLA