Við notum vafrakökur til að auka upplifun þína.

Styrkleikarnir á Selfossi 2023

Á Styrkleikunum tökum við höndum saman og sýnum þeim sem greinst hafa með krabbamein stuðning. Einstaklingar skrá sig í lið sem skiptist á að ganga, skokka eða hlaupa fyrirfram skilgreinda leið í heilan sólarhring sem er táknrænt fyrir það að krabbamein tekur ekki pásu. Því stöndum við saman í heilan sólarhring. Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður og því verður eitthvað um að vera fyrir alla aldurshópa yfir daginn.

Allir geta tekið þátt í Styrkleikunum. Viðburðurinn er sérstaklega fjölskylduvænn og börn skemmta sér konunglega. Sérstaklega velkomin eru fyrirtæki, íþróttafélög, félagasamtök eða aðrir skrá sig sem lið og vinna saman að því að hafa fulltrúa á hreyfingu (ganga, hlaupa, sitja í kerru o.s.frv.) með boðhlaupskefli allan sólarhringinn. Þetta er ekki keppni heldur snýst viðburðurinn um samstöðu, samveru og samtakamátt liðanna í að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein. Styrkleikarnir eru haldnir til að sýna stuðning, safna fé til rannsókna á krabbameinum og til þess að veita krabbameinsgreindum ráðgjöf og þjónustu.

Ekki láta þig vanta á Styrkleikunum Selfossi 2023

Það er ekki seinna vænna en að byrja að safna í lið og skipuleggja hvernig þið viljið hafa sólarhringinn ykkar. Við hlökkum til að sjá ykkur á Selfossi 29-30 apríl 2023

Liðin sem hafa safnað mest