Styrkleikarnir á Selfossi 2023
Á Styrkleikunum tökum við höndum saman og sýnum þeim sem greinst hafa með krabbamein stuðning. Einstaklingar skrá sig í lið sem skiptist á að ganga, skokka eða hlaupa fyrirfram skilgreinda leið í heilan sólarhring sem er táknrænt fyrir það að krabbamein tekur ekki pásu. Því stöndum við saman í heilan sólarhring. Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður og því verður eitthvað um að vera fyrir alla aldurshópa yfir daginn.
Allir geta tekið þátt í Styrkleikunum. Viðburðurinn er sérstaklega fjölskylduvænn og börn skemmta sér konunglega. Sérstaklega velkomin eru fyrirtæki, íþróttafélög, félagasamtök eða aðrir skrá sig sem lið og vinna saman að því að hafa fulltrúa á hreyfingu (ganga, hlaupa, sitja í kerru o.s.frv.) með boðhlaupskefli allan sólarhringinn. Þetta er ekki keppni heldur snýst viðburðurinn um samstöðu, samveru og samtakamátt liðanna í að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein. Styrkleikarnir eru haldnir til að sýna stuðning, safna fé til rannsókna á krabbameinum og til þess að veita krabbameinsgreindum ráðgjöf og þjónustu.
Ævintýri allan sólarhringinn
Styrkleikarnir eru sólarhringsviðburður. En fulltrúar í liðunum skipta með sér sólarhringnum og því þarf hver og einn ekki að taka þátt allan tíman. Hins vegar verður eitthvað að upplifa allan sólarhringinn. Yfir daginn eru ýmsar uppákomur, um kvöldið er ljósastund þar sem við minnumst þeirra sem við höfum minnst og leyfum okkur að vera þakklát fyrir þá sem enn eru hjá okkur. Þeir fulltrúar sem taka að sér að ganga um nóttina fá svo einstaka upplifun þar sem krabbamein tekur ekki pásu og það gerum við ekki heldur, í sameiningu.
Ekki láta þig vanta á Styrkleikunum Selfossi 2023
Það er ekki seinna vænna en að byrja að safna í lið og skipuleggja hvernig þið viljið hafa sólarhringinn ykkar.
Við hlökkum til að sjá ykkur á Selfossi 29-30 apríl 2023
Liðin sem hafa safnað mest
Lið
Styrktarsíður