Við notum vafrakökur til að auka upplifun þína.

Næstu viðburðir

Gamlárshlaup ÍR og Krabbameinsfélagsins

laugardagur 31 desember 2022 12:00 - laugardagur 31 desember 2022 14:00

Gamlárshlaup ÍR og Krabbameinsfélagsins

Gamlárshlaup ÍR fer fram í 45. sinn á gamlársdag. Að þessu sinni er hlaupið samstarfsverkefni Frjálsíþróttadeildar ÍR og Krabbameinsfélagsins og því geta þátttakendur hlaupið til styrktar góðu málefni auk þess sem almenningi gefst kostur á að heita á hlaupara og leggja þannig baráttunni gegn krabbameinum lið.
Styrkleikarnir

laugardagur 29 apríl 2023 11:28 - sunnudagur 30 apríl 2023 11:28

Styrkleikarnir

Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Þeir standa yfir í heilan sólarhring, sem er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini. Sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn.