Við notum vafrakökur til að auka upplifun þína.

{{ collected_gift_amount_formatted }} hafa safnast

Hlaupum eða göngum til góðs!

Gamlárshlaup ÍR er í ár samstarfsverkefni Frjálsíþróttadeildar ÍR og Krabbameinsfélagsins og því geta þátttakendur hlaupið til styrktar góðu starfi félagsins auk þess sem almenningi gefst kostur á að heita á hlaupara og leggja þannig baráttunni gegn krabbameini lið. Hlaupið skemmtileg blanda af keppnishlaupi, áramótaskemmtun og fjölskyldusamveru þar sem einstaklingar með ólík markmið og bakgrunn koma saman. Gleðin er ávallt við völd í Gamlárshlaupi ÍR, hvernig sem viðrar, en auk hefðbundinna keppnisbúninga mæta fjölmargir til leiks íklæddir grímubúningum. Á meðan sumir leggja kapp á að bæta sinn besta tíma á hraðri og flatri braut þá berjast aðrir um um að hljóta verðlaun fyrir frumlegasta búninginn eða einfaldlega hafa gaman af.

Hlaupið er haldið á gamlársdag, 31. desember og er ræst stundvíslega klukkan 12:00 frá Hörpunni. Rásmarkið er á Sæbrautinni fyrir utan Hörpuna. Þátttakendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á keppnisstað og hafa hugfast að það getur tekið tíma að leggja bílum í miðbæ borgarinnar. Ráðlagt er að leggja í bílastæði Hörpunnar meðan rúm leyfir. Vegalengd: Hlaupið er 10km en einnig er boðið uppá 3 km skemmtiskokk. Ekki er tímataka í skemmtiskokki.

Gamlárshlaup ÍR og Krabbameinsfélagsins

{{ current_participant_number }}

Fjöldi styrktarsíðna sem hafa verið stofnaðar

{{ collected_gift_amount_formatted }}

Upphæð safnað