Við notum vafrakökur til að auka upplifun þína.

Styrkleikarnir á Úlfarsfelli

Á Styrkleikunum tökum við höndum saman og sýnum þeim sem greinst hafa með krabbamein stuðning. Einstaklingar skrá sig í lið sem skiptist á að ganga, skokka eða hlaupa fyrirfram skilgreinda leið í heilan sólarhring sem er táknrænt fyrir það að krabbamein tekur ekki pásu. Því stöndum við saman í heilan sólarhring. Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður og því verður eitthvað um að vera fyrir alla aldurshópa yfir daginn.

Styrkleikarnir á Úlfarsfelli fara fram 12.-13. október og eru heill sólahringur af samstöðu og samkennd þar sem öllum gefst tækifæri á að sýna stuðning sinn í verki við þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Styrkleikarnir fara þannig fram að þátttakendur skiptast á að ganga í heilan sólarhring, sem er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini, fólk sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn.

Ekki láta þig vanta á Styrkleikunum!

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Áheitasíður